-
HEILSUFJÁRFESTING
DuoPad er þróað í samvinnu með leiðandi ergonomer og sjúkraþjálfurum. Uppfinningin sem er einkaleyfisvernduð og CE merkt í læknavöruflokki I, hefur hjálpað fjölda fólks með músarúlnlið, jafnframt því að fyrirbyggja vandann.
Kaupa DuoPad -
KEMUR Í VEG FYRIR MÚSARÚLNLIÐ
Músarúlnliður byrjar með stífleika í handlegg, öxlum og hálsi sem síðar getur þróast yfir í krónískan verk. Músarúlnliður getur leitt til þess að fólk eigi í erfiðleikum með daglegar athafnir og verði jafnvel óvinnufært. DuoPad úlnliðsstuðningurinn er fjárfesting gegn núverandi og framtíðar meinum.
Kaupa DuoPad Lesa meira um DuoPad -
LAUFLÉTT, AÐEINS 4 GR
Tugþúsundir manna hafa uppgötvað og nýtt sér snilldarhönnun DuoPad. Stuðningspúðinn sjálfur sem vegur aðeins 4 grömm er áfastur armbandi sem festist lauslega um úlnliðinn. Þannig hefur þú alltaf fullt frelsi til hreyfinga við tölvuna þína.
DuoPad meðmæli
Um MÚSARÚLNLIÐ
-
Einkenni
Músarúlnliður er eitt af stærstu almennu meinum. Kannast þú við vandamálið?
- Á fyrsta stigi: aukinn stirðleiki í hálsi og á axlasvæði, þróast síðan í seiðingsverk og leiðir jafnvel út í handlegg.
- Á öðru stigi leiðir verkurinn upp handlegg að olnboga með tilheyrandi vanlíðan og sársauka.
- Á þriðja stigi fer verkurinn að verða meira eða minna ólíðandi og getur verið stöðugur í olnboga, úlnlið og öxlum. Stífleiki í hálsi getur verið orðinn viðvarandi.
- Á lokastigi er fólk orðið ófært um að nota tölvumús og jafnvel óvinnufært með öllu.
-
Einkenni sinaskeiðabólgu
Sinaskeiðar eru þunnir vefir við úlnlið sem líkjast göngum sem taugar og æðar fara í gegnum. Endurteknar úlnliðssveigjur vegna vöðvahreyfinga þrýsta sinaskeiðagöngunum saman. Þetta leiðir til minna blóðflæðis, verri blóðrásar, eymsla og síðan verkja. Við langvarandi vinnu með stöðugt sveigðan úlnlið er mikill hætta á að mjúki vefurinn tapi sveigjanleika sínum og sinaskeiðar stirðni. Slíkur skaði getur orðið krónískur og ber að huga vel að því að börn og unglingar verði ekki fyrir varanlegum skaða.
DUOPAD VINNUR GEGN MÚSARÚLNLIÐ
Það sem gerir einkaleyfisverndaða hönnun DuoPad einstaka er að DuoPad fylgir hreyfingum handleggsins frekar en að allur líkaminn þurfi að aðlagast stuðningi sem liggur á borðinu. Staðsetning armbandsins fram undir lófann léttir álagi af viðkvæmum sinaskeiðum úlnliðsins. Léttur (4gr.) og fjaðrandi stuðningur sér til að þess að úlnliðurinn haldist beinn við tölvuvinnu. Þetta minnkar og fyrirbyggir spennu í hendi, handlegg, öxlum og hálsi sem er orsök músarúlnliðs.
-
Staðreyndir um músarúlnlið
- Í Svíþjóð hafa yfir miljón tölvunotenda þjáðst af músarúlnlið. Hlutfallslega séð er vandinn síst minni á Íslandi.
- Sjúkrakostnaður vegna fráveru af völdum háls- og axlaskaða kostar sænska samfélagið 15 – 20 milljarða á ári. Ekki eru til áreiðanlegar tölur hér á landi.
- Á Íslandi er það frá fyrsta veikindadegi og í allt að 6 mánuði þar til starfsmaður kemur aftur til vinnu sem atvinnurekandinn greiðir veikindadaga.
- Í USA er sjúkrakostnaður atvinnurekanda vegna þessa vanda yfir 100 miljarðar dollara á ári.
Heimild: Opinberir útreikningar: Alf Nachemson
-
Opinberar sænskar tölur SIFO um börn og músarúlnlið
- 5% af öllum 5 ára börnum spila tölvuspil í 1 klukkutíma eða lengur á dag.
- 30% af öllum 15 ára unglingum í landinu spila tölvuspil minnst 3 klukkutíma eða lengur á hverjum degi.
- 63% af öllum 5 ára börnum spila tölvuspil 1-10 tíma í viku.
- Meðalaldur þegar börn fá eigin tölvu er 8,8 ár.
- Við hverja nýja könnun hefur fjöldi klukkustunda fyrir framan tölvuna aukist.
Heimildir: Könnun gerð af SIFO
DUOPAD ER ÞRÓAÐ Í SAMRÁÐI VIÐ SÉRFRÆÐINGA
Löng og margprófuð þróun í samvinnu með leiðandi umhverfisfræðingum og sjúkraþjálfurum liggur að baki DuoPad. Stuðningurinn sem er hannaður eftir líkamsformi okkar er festur um úlnliðinn og liggur undir aftasta hluta lófans. DuoPad fylgir því alltaf hreyfingum handleggsins sem eykur hreyfifrelsi og þægindi við tölvunotkun. DuoPad er laufléttur (4gr.) þannig að notandinn finnur vart eða alls ekki fyrir þyngdinni. Þeir sem hafa vanist notkun DuoPad vilja ógjarnan taka taka armböndin af sér.
HENTAR FYRIR ALLA ALDURSHÓPA
Stuðninginn er hægt að stilla svo hann hæfi bæði fullorðnum og börnum og hann nýtist bæði við borð- og fartölvur. Léttur og fjaðrandi stuðningurinn (4gr.) sér til þess að úlnliðurinn haldist beinn við tölvunotkun og minnkar þannig álag á viðkvæmum sinaskeiðagöngum.
Meðmæli
-
KAN Kliniken
“Ég ráðlegg sjúklingum mínum með úlnliðsvanda, tennisolnboga, axlarvandamál og þeim sem sitja við tölvur að nota DuoPad. Bæði í fyrirbyggjandi tilgangi og fyrir þá sem nú þegar eru með verkjavanda.” Thomas Östling, Kiropraktor
-
Adolf fredriks Fysiocenter
“Við sjáum aukningu af músar- og tölvuúlnliðsmeinum hjá sjúklinum okkar. Börn sem eru í tölvum eru líka komin í áhættu, því miður. Við tókum þátt í prófunum á DuoPad og eftir þá prófun mælum við með og seljum DuoPad. Uppfinningin er afbragðsgóð, ódýr og góð fjárfesting til að koma í veg fyrir músarúlnlið, sinaskeiðaeinkenni og bólgur.” Anders Jansten, VD
-
Konsulthuset
“Þegar kemur að fyrirbyggjandi vöru fyrir músarúlnlið og sinaskeiðabólgu þá mælum við með DuoPad, sem er snjöll hönnun á úlnliðs og lófastuðningi. Ef okkur tekst að fá viðskiptavini til að hugsa um fyrirbyggjandi aðferðir ásamt meðhöndlun öðlumst við marga þakkláta viðskiptavini. Ein milljón Svía þjást af músarúlnlið, við viljum ekki að þú sért í þeim hópi.” Sven J. Sigling, Konsult