Um Duopad

um-duopad

 

Upphafsmaðurinn sem hannaði DuoPad átti sjálfur í tölvu- og músarúlnliðs vanda og hafði prófað fjölmörg hjálpartæki án árangurs. Þá fékk hann snilldarhugmynd. Hann gerði sér ljóst að þar sem handleggurinn flyst milli lyklaborðsins og músarinnar þá getur fastur borðstuðningur verið hjálp við lyklaborðið en ekki við músina. Grunnhugmyndin er að stuðningurinn á að vera á úlnliðnum og fylgja þannig hreyfingum handleggs og handar og koma  í veg fyrir álag, hvernig sem hendinni er beitt. Þannig varð DuoPad armbandspúðinn til. Við lyklaborðsvinnu er þægilegra að hafa stuðninginn á úlnliðnum, t.d. ef lyklaborðið færist til eða hendinni er beitt á annan hátt.

DUOPAD ER ÞRÓAÐ Í SAMRÁÐI VIÐ SÉRFRÆÐINGA

Að baki DuoPad liggur löng og margprófuð þróun í samvinnu með leiðandi umhverfisfræðingum (ergonomer) og sjúkraþjálfurum. Stuðningurinn sem er hannaður eftir líkamsformi okkar er festur um úlnliðinn og liggur undir aftasta hluta lófa og úlnliðs. Léttur og fjaðrandi stuðningurinn fylgir því alltaf hreyfingum handleggsins sem eykur hreyfifrelsi og þægindi við tölvunotkun. DuoPad er laufléttur (4gr.) þannig að notandinn finnur vart eða alls ekki fyrir þyngdinni. Þeir sem hafa vanist notkun DuoPad vilja ógjarnan taka taka armböndin af sér.

DUOPAD VINNUR GEGN MÚSARÚLNLIÐ

Það sem gerir einkaleyfisverndaða hönnun DuoPad einstaka er að DuoPad fylgir hreyfingum handleggsins frekar en að allur líkaminn þurfi að aðlagast stuðningi sem liggur á borðinu. Staðsetning armbandsins fram undir lófann léttir álagi af viðkvæmum sinaskeiðum úlnliðsins. Léttur (4gr.) og fjaðrandi stuðningur sér til að þess að úlnliðurinn haldist beinn við tölvuvinnu. Þetta minnkar og fyrirbyggir spennu í hendi, handlegg, öxlum og hálsi sem er orsök músarúlnliðs.

Reynsla fyrirtækja sem velja DuoPad fyrir starfsmenn sína er að notkun skilar sér í lækkun útgjalda vegna færri veikindadaga og betri afkasta.

DuoPad er sænsk uppfinning og einkaleyfisskráð sem CE merkt I, læknisfræðilegt hjálpartæki gegn músarúlnlið og sinaskeiðavanda. Hentugt fyrir fyritæki, einstaklinga, fullorðna og börn, fyrirbyggir skaða og stuðlar að bata vegna tölvu- og músarúlnliðs.